Innlent

Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnarinnar lokið

Hveitibrauðsdögum ríkisstjórnar Bjarna Bendediktssonar er lokið en í gær voru hundrað dagar liðnir frá því hún tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum. Greina má ýmis óveðursský á himni til að mynda vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar, áformum um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna og fleira.

Til að ræða þetta koma þau Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Svavar Gestsson fyrrverandi sendiherra, þingmaður og ráðherra í Víglínuna til Heimis Más á Stöð 2 og Vísi kl. 12:20.

Þá eru spennandi forsetakosningar fram undan í Frakklandi en fyrri umferð þeirra fer fram á morgun. Einnig boðaði forsætisráðherra Bretlands óvænt til þingkosninga í júní. Þessar kosningar ásamt þingkosningum í Þýskalandi í haust gætu breytt pólitískri ásýnd Evrópu.

Heimir Már ræðir þetta og margt fleira í Víglínunni í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl. 12:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×