Lífið

Svona kemst þú í gegnum erfiðasta þynnkudag ævinnar

Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Árni Pálsson skrifa
Í Poppkasti vikunnar er farið yfir listina að komast í gegnum þynnkuna, en um þessar mundir eru margir að skemmta sér á árshátíðum um land allt.

Fréttir vikunnar verða á sínum stað og ber þar helst að nefna klæðnaður Ragnhildar Steinunnar á lokakvöldi Söngvakeppninnar, athugasemd Ágústu Evu um holdafar Manúelu Ósk Harðardóttur, listin að stunda magnað kynlíf með lítið typpi og margt fleira. 

Hér að ofan má hlusta á þátt vikunnar en þættirnir eru á dagskrá alla mánudaga hér á Lífinu

Poppkastið er hlaðvarpsþáttur á Vísi. Umsjónarmenn þáttarins eru Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) og Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm). Í þættinum er farið yfir víðan völl í dægurmálafréttum, farið yfir fréttir vikunnar auk þess sem Stefán og Hulda fá til sín góða gesti til að ræða dægurmálin. Hér að ofan má hlusta á átjánda þáttinn af Poppkastinu sem kemur út alla föstudaga á Vísi. Poppkastið er aðgengilegt í hinum ýmsu hlaðvarpsþjónustum, t.a.m. iTunes.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×