Cheryl og Liam eignuðust dreng

26. mars 2017
skrifar

Á miðvikudaginn seinasta eignuðust þau Cheryl og Liam Payne heilbrigðan dreng. Miklar vangaveltur höfðu verið hjá fjölmiðlum í Bretlandi hvort að Cheryl væri búin að eignast barn eða ekki. Hún staðfesti það á Instagram síðu sinni í gærkvöldi. 

Hvorki Cheryl né Liam hafa tjáð sig um óléttuna seinustu mánuði. Því kom það nokkuð á óvart að þau hafi loksins tilkynnt fæðinguna á samfélagsmiðlum. 

Drengurinn hefur enn ekki fengið nafn en það mun líklegast koma á næstu dögum.