Nicki Minaj skrifar undir fyrirsætusamning

29. mars 2017
skrifar

Rapparinn Nicki Minaj hefur skrifað undir samning við fyrirsætuskrifstofuna Wilhelmina Models. Fleiri stjörnur eru með samning hjá skrifstofunni, eins og Demi Lovato og Nicki Jonas. 

Flestir sem hafa fylgst með Nicki í gegnum tíðina vita að hún hefur mikinn áhuga á tísku og þykir fátt jafn skemmtilegt og að mæta á tískusýningar og klæðast dýrum fötum. Hún á í góðu sambandi við þónokkur tískuhús, eins og Roberto Cavalli og Balmain.