Sport

Jakob og Guðmundur hlutu sömu einkunn

Telma Tómasson skrifar
Jakob Svavar og Guðmundur á verðlaunahátíðinni í Fákaseli í gær.
Jakob Svavar og Guðmundur á verðlaunahátíðinni í Fákaseli í gær. Stöð 2 Sport
Jakob Svavar Sigurðsson á Júlíu frá Hamarsey og Guðmundur F. Björgvinsson á Straumi frá Feti hlutu sömu einkunn í A-úrslitum í fjórgangi í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, sem fram fór í Fákaseli í gærkvöldi og deildu því 3.-4. sætinu.

„Ég er sáttur...en alltaf hægt að gera betur,“ sagði Jakob Svavar eftir forkeppnina, en fyrir sýningu sína þar hlaut hann 7,27 og var þriðji efstur inn í úrslitin.

Guðmundur F. Björgvinsson og Straumur komu fjórðu efstir inn í úrslitin með 7,13 eftir forkeppnina, en enduðu með sömu einkunn og Jakob Svavar og Júlía í úrslitum, 7.33. Guðmundur tók sér árshlé frá Meistaradeildinni í fyrra og segist glaður að vera kominn aftur. „Ekkert smá gaman,“ sagði Guðmundur eftir forkeppnina.

Sjá má sýningu Jakobs Svavars og Guðmundar Björgvins í forkeppninni í meðfylgjandi myndskeiðum.

Niðurstöður A-úrslita voru eftirfarandi:

1. Elin Holst - Frami frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 8.07

2. Bergur Jónsson - Katla frá Ketilsstöðum - Gangmyllan - 7.60

3. Jakob S. Sigurðsson - Júlía frá Hamarsey - Top Reiter - 7.33

4. Guðm. F. Björgvinsson - Straumur frá Feti - Hestvit/Árbakki/Svarthöfði - 7.33

5. Freyja Amble Gíslad. - Álfastjárna frá S-Gegnishólum - Gangmyllan - 7.30

6. Sigurður V. Matthíass. - Arður frá Efri-Þverá - Ganghestar/Margrétarhof - 7.10

7. Árni Björn Pálsson - Flaumur frá Sólvangi - Top Reiter - 6.77




Fleiri fréttir

Sjá meira


×