Lífið

Auglýsa steggjaferðir fyrir erlenda ferðamenn: Ævintýraferðir og mikið djamm

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nokkuð töff myndband.
Nokkuð töff myndband. vísir

„Við stofnuðum fyrirtækið fyrir rúmlega einu og hálfu ári og erum í dag leiðandi „nightlife-service“ á Íslandi,“ segir Egill Fannar Halldórsson sem rekur fyrirtækið Wake up Reykjavík ásamt félaga sínum Daníel Andra Péturssyni. Þeir starfa við það að leiða ferðamenn í gegnum næturlífið í Reykjavík og skipuleggja allskonar viðburði fyrir túrista.

Í dag voru þeir að gefa út einskonar kynningarmyndband sem er komið í dreifingu. Titill myndbandsins er „Upplifðu steggjapartý í Reykjavík“ og ætla þeir greinilega að herja á slíka hópa í blanda við aðra ferðamenn.

„Túrarnir okkar snúast í raun og veru um að kynna ferðamönnum fyrir Reykjavík eins og hún er séð frá okkar augum og að gera þeim kleift að upplifa borgina í gegnum íslenska drykki, hefðir og íslenskt fólk.“

Upplifa miðbæinn á þremur klukkustundum
Hann segir að fyrirtækið bjóð upp á allskonar mismunandi túra en sá vinsælasti sé klárlega „the Reykjavik Bar Crawl“.

„Hann snýst í raun og veru um að upplifa allt það besta sem næturlífið í Reykjavík hefur upp á að bjóða á aðeins þremur klukkustundum og er þessi túr opinn fyrir alla, hvort sem það eru einstaklingar eða hópar. Það sem er hins vegar líka rosalega stór hluti af því sem við gerum eru steggjaferðir.“

Þá taka þeir á móti ferðamönnum frá öllum heimshornum og reyna að sýna þeim eins mikið og þeir geta á aðeins nokkrum dögum.

„Venjulega samanstendur það af skemmtilegum ævintýraferðum á daginn og miklu djammi á nóttunni“.

Egill segir að myndbandið sé kynning fyrir erlenda steggjahópa.

„Í myndbandinu bregðum við áhorfandanum í hlutverk ferðamannsins sem kemur til okkar í steggjapartý. Hann fer í þyrluferð, ekur um ótroðnar slóðir á jökli og dansar síðan á næturklúbbnum til morguns.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.