Íslenski boltinn

Fanndís best og Andrea efnilegust

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Andrea og Fanndís með verðlaunin í dag.
Andrea og Fanndís með verðlaunin í dag. vísir/ksí

Fanndís Friðriksdóttir, framherji Breiðabliks, var kjörinn besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna á lokahófi deildarinnar sem fór fram í húsakynnum Ölgerðarinnar í hádeginu í dag.

Fanndís skoraði 19 mörk fyrir Breiðablik í sumar þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti í tíu ár, en þetta er jafnframt 16. Íslandsmeistaratitill félagsins.

Breiðablik sópaði að sér verðlaunum á hófinu enda varð liðið meistari án þess að tapa leik. Andrea Rán Hauksdóttir var kjörin efnilegust og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, var kjörinn bestur.

Úrvalsliðið. vísir/ksí

Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks, var kjörin heiðarlegasti leikmaðurinn og Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks, var sú besta í ár. Stjarnan var svo kjörin heiðarlegasta liðið.

Guðmundur Ársæll Guðmundsson er dómari ársins í Pepsi-deild kvenna en Bríet Sunna Valdemarsdóttir besti dómarinn í umferðum 10-18.

Dagný Brynjarsdóttir, Selfossi, var kjörin besti leikmaður í umferðum 10-18, en hún var einnig í úrvalsliði seinni hlutans ásamt Guðmundu Brynju Óladóttur. Annars áttu Blikar flesta í liðinu.

Öll verðlaunin má sjá hér að neðan.

Leikmaður ársins:
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki

Efnilegasti leikmaður ársins:
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki

Þjálfari ársins:
Þorsteinn Halldórsson, Breiðabliki

Heiðarlegasti leikmaður ársins:
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki

Heiðarlegasta liðið:
Stjarnan

Stuðningsmannasveit ársins:
Kópacabana, Breiðabliki

Besti leikmaður umferða 10-18:
Dagný Brynjarsdóttir, Selfoss

Dómari ársins:
Guðmundur Ársæll Guðmundsson

Dómari umferða 10-18:
Bríet Sunna Valdemarsdóttir

Úrvalslið umferða 10-18:

Markvörður:
Sonný Lára Þráinsdóttir, Breiðabliki

Varnarmenn:
Anna Björk Kristjánsdóttir, Stjörnunni
Málfríður Erna Sigurðardóttir, Breiðabliki
Guðrún Arnardóttir, Breiðabliki
Hallbera G. Gísladóttir, Breiðabliki

Miðjumenn:
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki
Dagný Brynjardóttir, Selfossi
Andrea Rán Hauksdóttir, Breiðabliki
Rakel Hönnudóttir, Breiðabliki

Sóknarmenn:
Guðmunda Brynja Óladóttir, Selfossi
Klara Lindberg, Þór/KAAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.