Íslenski boltinn

Sam Tillen: Ekki eins og okkur hafi verið rúllað upp í allt sumar

Kolbeinn Tumi Daðasno skrifar

Sam Tillen, fyrirliði Fram, var hæstánægður með sigur Fram á Völsurum í kvöld. Hann sagið liðið hafi spilað frábæran fótbolta í fyrri hálfleik.

„Já, við áttum sjö leiki eftir fyrir þennan leik og vissum að við þyrftum að fara að næla í stig enda tíminn að renna út. Ég er mjög stoltur af því hvernig við spiluðum, sérstaklega í fyrri hálfleik þegar við spiluðum flottan fótbolta. Okkur tókst að finna Lennon í holunni og Kiddi (Kristinn Ingi) var frábær að þrýsta varnarmönnum þeirra aftar.

Miðjan sá mikið af boltanum og við sköpuðum fullt af færum í fyrri hálfleik. Í hálfleik töluðum við um að þrýsta á þá og ná seinna markinu. Það tókst og þriðja var frábært og lyfti af okkur pressunni fyrir síðasta stundarfjórðunginn."

Framarar spiluðu á köflum mjög flottan fótbolta og unnu sanngjarnan sigur. Það er erfitt að greina hvers vegna svo vel hafi gengið í kvöld eftir slaka frammistöðu í sumar.

„Ef við lítum á jákvæðu hliðarnar er þetta þriðji taplausi leikurinn í röð. Það má segja að þetta hafi verið á leiðinni. Þeir sem hafa fylgst með okkur í sumar hafa séð okkur fá færi. Það er ekki eins og okkur hafi verið rúllað upp leik eftir leik. Við höfum bara ekki nýtt færin.

„Núna erum við með Lennon sem getur skorað mörk, það hefur hann gert frá því hann var krakki og við höfum sjálfstraust með komu nýju leikmannanna Sam (Hewson) og Hólmberts (Arons Friðjónssonar). Það hefur gefið okkur byr undir báða vængi og vonandi getum við haldið áfram á þessu skriði."

Tillen hefur verið með fyrirliðabandið síðustu þrjá leiki í fjarveru Kristjáns Haukssonar sem glímir við meiðsli. Er það ekki ástæðan á velgengninni spurði undirritaður í léttu gríni.

„Nei, alls ekki. Kristján er góður karakter í búningsherberginu og verður vel tekið á móti honum þegar hann kemur aftur."

Foreldrar Tillen hafa verið á landinu undanfarið og senda Frömurum greinilega góða strauma en Fram hefur fengið fimm stig úr þremur síðustu leikjum.

„Ég vona það. Þau sáu leikinn gegn Stjörnunni og sendu góða strauma í 89. mínútur þar til Halldór Orri labbaði í gegnum vörnina og skoraði. Það var gaman fyrir þau að sjá fjögur stig og auðvitað að sjá sigurinn í kvöld."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.