Erlent

Franskur raðmorðingi játar morð á breskum nemanda

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Fourniret þegar hann var færður fyrir dómara árið 2008.
Fourniret þegar hann var færður fyrir dómara árið 2008.
Franski raðmorðinginn Michel Fourniret hefur játað að hafa banað breskum nemanda, Joanna Parrish, í Frakklandi fyrir tæpum þremur áratugum. The Guardian greinir frá.

Michel Fourniret fékk lífstíðardóm árið 2008 fyrir að myrða sjö ungar konur. Í yfirheyrslu í síðustu viku viðurkenndi Michel að hafa banað Parrish sem var tvítug á þeim tíma. Þetta staðfestir lögfræðingurinn Didier Seban.

Í yfirlýsingu frá Seban segir hann að Fourniret hafi játað að hafa myrt Joanna Parrish sem og Marie-Angele Domece og sagt frá verknaðinum í smáatriðum. 

Parrish starfaði sem tungumálakennari í skóla í Auxurre. Lík hennar fannst 17. maí 1990 eftir að henni hafði verið saknað í nokkurn tíma. Krufning benti til þess að henni hafi verið nauðgað og beitt miklu ofbeldi. Marie-Angele Domece fannst aldrei eftir umfangsmikla leit.

Seban segist vona að málið fari fyrir dóm sem fyrst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×