Viðskipti

Fréttamynd

Heimilin ekki viðkvæm fyrir verðfalli

Ekki er talið að nýjar reglur FME um hámark veðsetningarhlutfalls muni breyta miklu, enda hafa bankarnir almennt stigið varlega til jarðar í lánveitingum til fasteignakaupa. Hagfræðingur segir allt aðrar forsendur fyrir hækkun íbúðaverðs

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagar ekki eins spennandi án Lyfju

Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt samlegðaráhrif hefðu verið umtalsverð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síminn lúti sömu kröfum og aðrir gera

"Síminn hefur ekki sætt sig við að lúta sömu kröfum og aðrir þjónustuaðilar og er það miður,“ segir í yfirlýsingu frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna gagnrýni forstjóra Símans á vinnubrögð Gagnaveitunnar, dótturfyrirtækis OR.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allir hefðu átt að sitja við sama borð

Þingmenn gagnrýna að ekki hafi allir haft sama aðgengi að fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Fjármálaráðherra segir að eftir á að hyggja hafi reglurnar átt að vera aðrar og strangari. Leiðin hafi falið í sér mismunun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Seðlabankinn verður að girða sig í brók“

Norskt viðskiptablað segir að miklar áhyggjur séu af annarri kreppu á Íslandi. Varaformaður stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar vísar því á bug að hrun sé framundan í ferðaþjónustu. Hann segir að óvissan um gengið sé stærsta vandamálið sem atvinnugreinin standi frammi fyrir og kallar eftir aðgerðum frá Seðlabankanum til að bregðast við gengisflökti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Frá Bretlandi til Akureyrar

Breska ferðaskrifstofan Super Break hefur á næstu dögum sölu á ferðum til Norðurlands með beinu flugi frá Bretlandi. Er það í fyrsta sinn sem beint áætlunarflug er milli Akureyrar og Bretlands.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa

Samtök atvinnulífsins segja skynsamlegt að stjórnvöld veiti fólki skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa. Óli Björn Kárason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, styður tillöguna en telur sænsku leiðina svokölluðu ekki endilega farsælasta.

Viðskipti innlent
Sjá næstu 25 fréttir