Sport

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sá fimmtándi kominn í safn Keflvíkinga

Keflavík batt enda á bikarævintýri Njarðvíkur með sigri í úrslitaleik Maltbikars kvenna, 74-63. Leikurinn var jafn lengi en í seinni hálfleik sýndu Keflvíkingar styrk sinn og sigu fram úr. Keflavík stefnir á að vinna tvöfalt annað árið í röð.

Körfubolti
Fréttamynd

Komnir með titlauppskriftina

Tindastóll vann fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins þegar liðið vann 27 stiga sigur á KR, 69-96, í úrslitaleik Maltbikars karla á laugardaginn. Uppbygging síðustu ára og áratuga skilaði loksins bikar á Krókinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Sverrir Þór: Get ekki verið annað en í skýjunum

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að sjálfsögðu hæstánægður þegar að blaðamaður Vísis náði tali af honum eftir sigur liðsins á Njarðvík, 74-63, í úrslitum Malt-bikarsins. Var þetta annað árið í röð sem að Keflavík vinnur bikarinn og fimmtánda skiptið í sögu félagsins, sem er íslandsmet.

Körfubolti
Fréttamynd

Stærsti sigurinn í 22 ár

Tindastóll valtaði yfir bikarmeistara síðustu tveggja ára og Íslandsmeistara síðustu fjögurra ára, KR, 69-96 í úrslitaleiknum í Maltbikar karla. Sigur Tindastóls var sá stærsti í 22 ár í sögu bikarúrslitaleikja karla og sá næst stærsti frá upphafi.

Körfubolti
Fréttamynd

Þóranna með slitið krossband

Keflavík mun ekki njóta krafta Þórönnu Kiku Hodge-Carr það sem eftir lifir af tímabilinu í Domino's deildinni í körfubolta, eða í úrslitaleik Maltbikarsins í dag, því hún er með slitið krossband

Körfubolti
Sjá næstu 25 fréttir