Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Íslenskur stuðningur við börn í flóttamannabyggðum Úganda

Tæplega 20 þúsund börn í norðurhluta Úganda koma til með að njóta framlags frá utanríkisráðuneytinu sem hefur ákveðið að styrkja Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) í verkefnum sem tengjast vatns-, salernis- og hreinlætismálum með tæplega 120 milljóna króna framlagi.

Kynningar
Fréttamynd

Afríkubúar vilja helst góða atvinnu og hagvöxt

Góð atvinna og hagvöxtur, er efst á óskalista Afríkubúa þegar þeir eru spurðir álits á mikilvægustu Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun. Afrobarometer lagði spurninguna fyrir almenning í 34 Afríkuríkjum.

Kynningar
Fréttamynd

Ekkert barn ætti að vera fórnarlamb ofbeldis, ótta eða áfalla

Hundrað árum eftir lok fyrri heimsstyrjaldar eru grundvallarmannréttindi og lög sem eiga að vernda börn gegn hörmulegum afleiðingum stríðsátaka, stanslaust brotin án nokkurra refsinga. Framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi segir ríkisstjórnir um allan heim verða að binda endi á óásættanlegt ofbeldi.

Kynningar
Fréttamynd

Óvænt afsögn forseta Alþjóðabankans

Jim Young Kim forseti Alþjóðabankans hefur sagt upp störfum. Afsögn hans kom stjórnarmönnum og starfsmönnum bankans á óvart. Jim hyggst hefja störf hjá fjárfestingafyrirtæki. Ráðningatímabili hans hjá Alþjóðabankanum átti að ljúka eftir þrjú ár.

Kynningar
Fréttamynd

Rauði krossinn og Sýn brúa stafræna bilið í Afríku

Sýn og Rauði krossinn á Íslandi hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér stuðning Sýnar við alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins. Landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans í fimmtán Afríkuríkjum verður veitt aðstoð við að bæta þekkingu og búnað í upplýsinga- og samskiptatækni.

Kynningar
Fréttamynd

Heimsljós 2018: Mest lesnu fréttirnar

Eitt hundrað milljóna króna framlag utanríkisráðuneytisins til neyðaraðstoðar í Jemen var mest lesna fréttin í Heimsljósi á árinu. Önnur mest lesna frétt ársins var um leit ráðuneytisins að unglingi fæddum árið 2003 til að taka þátt í kynningu á Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Kynningar
Fréttamynd

Heimurinn bregst börnum á átakasvæðum

Vopnaðar sveitir skirrast ekki við að fremja alvarleg brot gegn börnum án þess að gerendur séu dregnir til ábyrgðar, segir í fréttatilkynningu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Framtíð milljóna barna í stríðshrjáðum löndum í hættu.

Kynningar
Fréttamynd

Söfnuðu 47,5 milljónum til hjálparstarfs í Jemen

Neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi vegna neyðarástands í Jemen lauk í gær. Söfnunin sem hófst í byrjun nóvember gekk framar vonum og nemur framlag Rauða krossins alls um 47,5 milljónum króna sem fer til lífsbjargandi hjálparstarfs í Jemen.

Kynningar
Fréttamynd

Vanræktasta neyðin í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

Kongó er í efsta sæti lista fréttaveitu Reuters yfir "vanræktustu neyðina" en Reuters leitar árlega álits mannúðarsamtaka og birti í morgun niðurstöðu könnunarinnar. Þetta er annað árið í röð sem Kongó er efst á listanum en þar geisar bæði stríð og ebólufaraldur.

Kynningar
Fréttamynd

Fjögur þúsund börn í Nígeríu í skjól hjá SOS Barnaþorpunum

SOS Barnaþorpin á Íslandi styrkja neyðaraðstoðarverkefni í Bornohéraði í norðaustur hluta Nígeríu um 5 milljónir króna en þar eiga stjórnvöld í stríðsátökum við vígasamtökin Boko Haram. Rúmar tvær milljónir manna eru á vergangi og yfir 230 þúsund manns hafi flúið til nágrannalanda.

Kynningar
Fréttamynd

Ísland efst tíunda árið í röð

Ísland trónir á toppnum á lista World Economic Forum yfir ríki þar sem mest kynjajafnrétti ríkir, tíunda árið í röð. Noregur, Svíþjóð og Finnland koma næst Íslandi á listanum. Skýrslan kom út í morgun.

Kynningar
Fréttamynd

„Orkumál eru stóra mál Heimsmarkmiðanna“

"Það sem brennur helst á okkur Íslendingum eru loftslagsmálin en svo eru líka mál sem við höfum forgangsraðað eins og kynjajafnréttismál, svo dæmi sé tekið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali í norrænu fréttabréfi Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.

Kynningar
Fréttamynd

Sálfræðingar frá Rauða krossinum að störfum í Malaví

Sálfræðingarnir, Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Jóhann Thoroddsen, fóru á dögunum sem sendifulltrúar Rauða krossins til Malaví þar sem félagið vinnur að langtímaþróunarverkefninu „Aukinn viðnámsþróttur nærsamfélaga“. Haldin voru leiðbeinendanámskeið fyrir starfsfólk malavíska Rauða krossins í sálrænum stuðningi.

Kynningar
Sjá næstu 25 fréttir
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.