Viðskipti

Fréttamynd

Samskip kaupa Nor Lines sem Eimskip vildi

Samskip hafa samið um kaup á rekstri norska skipafélagsins Nor Lines AS sem er í eigu DSD Group. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki norskra samkeppnisyfirvalda. Markmiðið með kaupunum er að efla starfsemi Samskipa á norska flutningamarkaðinum.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Telur borgina hafa orðið af 200 milljónum

Borgarráðsfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina telur að Reykjavíkurborg hafi tapað tæplega 200 milljónum króna á því að bíða ekki með að selja fasteignirnar við Laugaveg 4 og 6 og Skólavörðustíg 1a. Fulltrúar meirihluta borgarráðs vísa því á bug.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ákvörðunin kom á óvart

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda samruna smásölufélagsins Haga og lyfsölufélagsins Lyfju hafi komið á óvart. Hann segir að íslensk fyrirtæki verði að geta brugðist við aukinni samkeppni. Sameining sé ein leið til að ná fram hagræðingu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Töpuðu stórfé á meintum innherjasvikum

Landsbankinn var á meðal þeirra fjármálastofnana sem töpuðu fjármunum á umfangsmiklum viðskiptum við menn sem bjuggu yfir innherjaupplýsingum um Icelandair Group. Fjármálastofnanir töpuðu tugum milljóna króna vegna viðskiptanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meiri fjárfesting í nýsköpun

Á öðrum ársfjórðungi ársins var fjárfest í fjórum sprotafyrirtækjum hér á landi fyrir 14 milljónir dollara, jafnvirði 1,47 milljarða íslenskra króna, samkvæmt frétt Norðurskautsins. Sjötíu prósent fjármagnsins komu að utan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Heimilin ekki viðkvæm fyrir verðfalli

Ekki er talið að nýjar reglur FME um hámark veðsetningarhlutfalls muni breyta miklu, enda hafa bankarnir almennt stigið varlega til jarðar í lánveitingum til fasteignakaupa. Hagfræðingur segir allt aðrar forsendur fyrir hækkun íbúðaverðs

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fargjöld hækka umfram spár

Hækkun húsnæðisverðs og flugfargjalda til útlanda knúði verðbólguna áfram í júlí. Ársverðbólga hækkaði úr 1,5 prósentum í 1,8 prósent á milli mánaða. Á móti vógu þó áhrif af sumarútsölum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagar ekki eins spennandi án Lyfju

Snorri Jakobsson, greinandi hjá Capacent, segir ljóst að eftir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að ógilda kaup smásölurisans Haga á Lyfju séu Hagar ekki eins spennandi fjárfestingarkostur og áður. Sameining félaganna hefði aukið breidd í rekstri Haga auk þess sem vænt samlegðaráhrif hefðu verið umtalsverð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Síminn lúti sömu kröfum og aðrir gera

"Síminn hefur ekki sætt sig við að lúta sömu kröfum og aðrir þjónustuaðilar og er það miður,“ segir í yfirlýsingu frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna gagnrýni forstjóra Símans á vinnubrögð Gagnaveitunnar, dótturfyrirtækis OR.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Allir hefðu átt að sitja við sama borð

Þingmenn gagnrýna að ekki hafi allir haft sama aðgengi að fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Fjármálaráðherra segir að eftir á að hyggja hafi reglurnar átt að vera aðrar og strangari. Leiðin hafi falið í sér mismunun.

Viðskipti innlent
Sjá næstu 25 fréttir