Fréttir

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sá enga ástæðu fyrir fimm flokka stjórn

Þingflokksformanni Pírata þykir of geyst farið í kosningar. Fimm flokka stjórn hafi verið möguleiki. Fólk á þingi segist hafa talað fyrir daufum eyrum Vinstri grænna en formaður flokksins segir þann möguleika aldrei hafa komið upp.

Innlent
Fréttamynd

Stór hluti telur stöðu Bjarna hafa versnað

75 prósent þeirra sem afstöðu taka telja stöðu Bjarna Benediktssonar hafa versnað. Sjálfstæðisflokkurinn er í verri stöðu vegna atburða síðustu daga en tæp sjötíu prósent segja flokkinn standa verst samkvæmt nýrri könnun.

Innlent
Fréttamynd

Engin niðurstaða um þinglok í sjónmáli

Ekki tókst að ná samkomulagi milli forystufólks flokkanna um hvaða mál eigi að afgreiða fyrir kosningar á fundum þeirra með forseta Alþingis í dag. Áfram verður reynt að ná saman um málin á morgun en engir þingfundir fara fram fyrr en samkomulag um málaskrána liggur fyrir.

Innlent
Fréttamynd

„Fagnaðarefni fyrir alla Íslendinga“

Sigur fyrir íslenska náttúru og umhverfi, segja andstæðingar fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eftir að ljóst er að ekki verður af byggingu hennar. Í gær varð ljóst að fyrirtækinu tækist ekki að útvega fjármögnun til framkvæmdarinnar, en áætlað var að yfir 400 störf myndu skapast í verksmiðjunni.

Innlent
Fréttamynd

Undanþágan varð að meginreglu við uppreist æru

Dómsmálaráðherra segir engar tilraunir hafa verið gerðar til þöggunar í tengslum við upplýsingar varðandi framkvæmd laga um uppreist æru. Hins vegar hafi undanþágugrein í lögum orðið að reglu við uppreist æru og framkvæmdin því ekki að fullu eins og löggjafinn hafi ætlast til.

Innlent
Fréttamynd

Minnst þriggja flokka meirihluti í boði

Fráfarandi meirihluti á Alþingi er kolfallinn samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær. Samkvæmt henni verður einungis hægt að mynda ríkisstjórn þriggja flokka eða fleiri

Innlent
Fréttamynd

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því að ekkert samkomulag er um þinglok þrátt fyrir stíf fundarhöld forystufólks flokkanna í dag og verður þeim fundum framhaldið á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stíf fundahöld í þinghúsinu

Stíf fundahöld hafa verið á Alþingi í dag þar sem forystumenn og þingmenn flokkanna sem þar eiga sæti reyna að ná lendingu varðandi það hvernig má ljúka þingstörfum áður en gengið verður til kosninga þann 28. október.

Innlent
Sjá næstu 25 fréttir