„Þú missir ekki kílóin með því að skrolla niður Instagram“

12. febrúar 2018
skrifar

Leikkonan Blake Lively birti í dag mynd af sér þar sem hún klappar sjálfri sér á bakið fyrir að hafa tekið rækilega á í ræktinni undanfarið, eða eftir að hún eignaðist sitt annað barn með eiginmanninum Ryan Reynolds fyrir 14 mánuðum síðan. 

Þar segir hún réttilega að maður missi engin kíló með því að skrolla í gegnum Instagram og fara í fýlu yfir því að vera ekki með jafn flottan líkama og stelpurnar á myndunum. Þess vegna ákvað hún að birta þessa mynd af sér í ræktinni - búin að ná markmiði sínu. 

„Það tók mig 10 mánuði að bæta á mig 61 lbs (27 kílóum) en 14 mánuði að ná því af.“

Ef maður klappar ekki sjálfum sér á bakið - hver gerir það þá? Og já, þetta snýst alltaf um eitthvað aðeins meira en að drekka bara nóg af vatni ...