Þykk hárbönd og úfið hár

09. febrúar 2018
skrifar

Tom Ford sýndi kvenfatalínu sína í gær á tískuvikunni í New York, og má með sanni segja að hann sé að koma með diskóið til okkar aftur.

Hver einasta fyrirsæta bar þykkt svart hárband, með úfið hár, stóra eyrnalokka og mikla augnmálningu. Svo sannarlega stórt trend fyrir næsta vetur.