Gaf drottningunni syngjandi hamstur

09. janúar 2018
skrifar

Við þekkjum flest að það að finna réttu jólagjafirnar getur verið þrautin þyngri. Sérstaklega fyrir tengdafjölskylduna, svo ekki sé minnst á þegar þetta eru fyrstu jólin þín hjá þeim. Eins og hjá tilvonandi prinsessunni Meghan Markle sem eyddi jólunum í faðmi bresku konungsfjölskyldunnar í fyrsta sinn. 

Það er víst hefð innan fjölskyldunnar að gefa hvort öðru grín jólagjafir og Markle lét ekki sitt eftir liggja í þeim efnum. Hún ákvað að gefa Elísabetu Bretadrottningu syngjandi hamstur í jólagjöf. Jólagjöfin sló víst í gegn og sagði drottningin að hamsturinn mundi eflaust sóma sér vel með hundunum sínum.

Vel gert hjá tilvonandi prinsessunni sem gengur að eiga Harry prins í vor - og við munum fylgjast vel með brúðkaupsundirbúningnum.