Best klæddu karlmenn vikunnar

17. október 2017
skrifar

Þá er komið að best klæddu karlmönnum vikunnar. Flestir eru þeir fínir í tauinu á rauða dreglinum en aðrir eru aðeins meira hversdagslega klæddir.

Karlmenn takið eftir. Velúr-jakkinn er kannski kominn á óskalistann?


Timothée er að slá í gegn fyrir leik sinn í myndinni Call Me By Your Name, og er aðeins 21 árs gamall. Hann er tvisvar á þessum lista því hann kann greinilega vel að klæða sig. Velúr er heitt aðal-efni haustins, og sýnir hann að það virkar vel fyrir karlmenn líka.


Timothée Chalamet

Látlaus, vel sniðin, dökkblá jakkaföt eru alltaf jafn flott. 


Chris Hemsworth

Á sumum væri þetta of mikið en þetta virkar hjá Reggie Yates. Hattur, mokkajakki og gallaskyrta undir, með allt á hreinu. 


Reggie Yates

Í Gucci frá toppi til táar, virkar það ekki alltaf?


Tom Hiddleston

Hversdagslega klæddur í hermannajakka, virkar vel hjá Benedict. 


Benedict Cumberbatch