Erlent

Ætlaði að koma Obama fyrir kattarnef en kattarhár komu upp um hana

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Sprengibúnaðurinn sprakk ekki og hlaut Obama því ekki skaða af.
Sprengibúnaðurinn sprakk ekki og hlaut Obama því ekki skaða af. Vísir/afp
Borin hafa verið kennsl á konu, sem ætlaði að ráða Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, bana. Kattarhár, sem fundust á pakka af sprengiefnum, voru rakin til katta í eigu konunnar. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá.

Hin 46 ára Julia Poff er sökuð um að hafa í október á síðasta ári póstlagt tvo pakka sem innihéldu sprengiefni. Annar var stílaður á Barack Obama og hinn á þáverandi ríkisstjóra Texas-ríkis, Greg Abbott.

Sprengibúnaðurinn sprakk ekki og enginn hlaut því skaða af. Þó segir í skjölum úr dómsal að Abbot hafi einungis komist hjá „alvarlegum brunasárum og dauða“ vegna þess að hann opnaði pakkann ekki á réttan máta.

Helstu sönnunargögn í málinu eru talin vera kattarhár sem fundust á pakkanum sem ætlaður var Obama. Við rannsókn málsins kom enn fremur fram að hinni ákærðu „líkaði illa við forsetann“ og þá hafi hún verið „fúl út í Greg Abbott.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×